Nokia 8800 Sirocco Edition - DT-16 hleðslustandur

background image

DT-16 hleðslustandur

Með hleðslustandinum er hægt að hlaða rafhlöðu símans og
aukarafhlöðuna samtímis. Hægt er að tengja AC-3 og ACP-4
hleðslutæki við hleðslustandinn. Hleðsla rafhlöðunnar sést
á skjá símans.

Hvíti ljósvísirinn neðst á hleðslustandinum sýnir hleðslu
aukarafhlöðunnar.

• Ljósið blikkar hægt þegar standurinn er tómur, síminn einn í honum

(rafhlaða símans annaðhvort fullhlaðin eða í hleðslu) eða þegar bæði
síminn og aukarafhlaðan eru í og aukarafhlaðan er fullhlaðin.

• Ljósið lýsir stöðugt þegar aukarafhlaðan er hlaðin. Ef síminn er

ekki í standinum hleðst aukarafhlaðan og þegar rafhlaða símans
er fullhlaðin byrjar standurinn að hlaða aukarafhlöðuna.

• Til að kveikja eða slökkva á ljósinu skaltu ýta á takkann aftan

á standinum.

• Ef ljósið lýsir ekki, þótt þú hafir ekki slökkt á því með því að ýta

á takkann, getur verið að hleðslutækið sem tengt er við standinn
sé ekki samhæft eða að aukarafhlaðan sé of heit. Athuga skal
samhæfni hleðslutækisins og nota aðeins samhæf hleðslutæki frá
Nokia. Ef aukarafhlaðan er of heit hleðst hún ekki. Þegar hitastig
hennar er aftur orðið eðlilegt hefst hleðslan og ljósvísirinn lýsir á ný.