Nokia 8800 Sirocco Edition - Straumspilunar jónusta sett upp

background image

Straumspilunarþjónusta sett upp

Hægt er að fá stillingarnar fyrir straumspilun sem stillingaboð frá
þjónustuveitunni eða símafyrirtækinu. Sjá „Stillingaþjónusta” á bls. 11.
Hvernig færa á stillingar inn handvirkt má sjá í „Samskipan” á bls. 64.

Veldu Valm. > Miðlar > Spilari > Straumstillingar og úr
eftirfarandi valkostum:

Samskipun — Einungis eru sýndar stillingar sem styðja straumspilun.
Veldu þjónustuveitu, Sjálfgefnar eða Eigin stillingar.

Áskrift — Áskrift að straumspilunarþjónustu fylgir virku stillingunni.

background image

M i ð l a r

71

Hægt er að stilla millibilstímann þegar spólað er hratt áfram eða
afturábak í straumspilun. Veldu Valm. > Miðlar > Spilari > Fram/Til
baka bil
og tiltekinn millibilstíma.

Tónlistarspilari

Í símanum er tónlistarspilari til að hlusta á lög, upptökur eða aðrar
MP3-, AAC- eða WMA-hljóðskrár sem hafa verið fluttar í símann
með forritinu Nokia Audio Manager. Tónlistarskrám er sjálfkrafa
bætt á sjálfgefna lagalistann.

Lög spiluð

1. Veldu Valm. > Miðlar > Tónlistarspilari. Upplýsingar um fyrsta lagið

á sjálfgefna lagalistanum birtast.

Til að nota takkana

,

,

eða

á skjánum skaltu skruna

til vinstri eða hægri að viðkomandi takka og velja hann.

2. Til að spila lag skaltu skruna að lagi og velja

.

Til að fara á byrjunina á næsta lagi skaltu velja

. Til að fara

á byrjunina á laginu á undan skaltu velja

tvisvar.

Ef spóla á til baka í lagi í spilun heldurðu

inni. Ef spóla á hratt

áfram í laginu skaltu halda

inni. Slepptu takkanum á þeim stað

í laginu sem þú vilt.

3. Til að hætta spilun velurðu

.

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug
áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu
nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur
verið mjög mikill.

Stillingar tónlistarspilara