Nokia 8800 Sirocco Edition - Stillingar tónlistarspilara

background image

Stillingar tónlistarspilara

Í valmyndinni Tónlistarspilari geta eftirfarandi kostir verið í boði:

Hljóðstyrkur — Skruna skal til vinstri eða hægri til að breyta hljóðstyrk.

Spila um Bluetooth — Hægt er að koma á tengingu við aukahljóðbúnað
með Bluetooth-tengingu.

background image

M i ð l a r

72

Lagalisti — Hægt er að skoða öll lög sem eru á lagalistanum. Til að
spila lag þarftu að skruna að viðkomandi lagi og velja Spila. Veldu
Valkost. > Endurnýja öll lög eða Breyta lagalista — Hægt er að
endurnýja lagalistann (t.d. eftir að hafa bætt nýjum lögum á listann)
eða breyta lagalistanum sem birtist þegar valmyndin Tónlistarspilari
er opnuð, ef fleiri en einn lagalisti eru tiltækir í símanum.

Spilunarvalkostir > Af handahófi > Virkt — Hægt er að spila lögin
á lagalistanum í handahófskenndri röð. Veldu Endurtaka >
Núverandi lag eða Öll lög til að spila lagið sem er valið eða allan
lagalistann endurtekið.

Tónjafnari miðlunar — Hægt er að opna lista yfir stillingar tónjafnara.
Sjá „Tónjafnari” á bls. 74.

Senda — Hægt er að senda skrá með MMS eða Bluetooth-tengingu.

Vefsíða — Hægt er að tengjast vafraþjónustu sem tengist laginu sem er í
spilun. Aðgerðin er aðeins tiltæk ef netfang þjónustunnar fylgir laginu.

Hlaða niður tónlist — Hægt er að hlaða tónlist niður í símann.

Staða minnis — Hægt er að skoða hvað mikið minni er laust og hvað
mikið í notkun.