■ Dagbók
Veldu Valm. > Skipuleggjari > Dagbók.
Dagurinn í dag er auðkenndur með ramma. Veldu Valkost. og úr
eftirfarandi valkostum:
S k i p u l e g g j a r i
77
Vikuskjár — til að sjá vikuskjá dagbókarinnar.
Skrifa minnismiða — til að rita minnispunkt. Veldu eina af eftirfarandi
gerðum:
Fundur,
Hringja í,
Afmæli,
Minnir á eða
Áminning og fylltu síðan út í reitina í þeirri gerð sem valin var.
Fara á dagsetningu — til að fara í tiltekinn dag í dagbókinni.
Fara á daginn í dag — til að fara í daginn í dag í dagbókinni.
Stillingar — til að setja inn dagsetningu, tíma og aðrar stillingar
í dagbókina.
Opna verkefnalista —til að opna verkefnalistann.
Ef minnispunktar eru við einhvern dag, þegar dagbókin er opnuð, er
hann feitletraður. Til að skoða minnispunkta dagsins skaltu velja Skoða.
Ef eyða á öllum færslum í dagbók skaltu velja mánaðar- eða vikuskjá
og svo Valkost. > Eyða öllum.
Aðrir valkostir í dagskjá dagbókarinnar eru að eyða, breyta, færa
eða endurtaka minnispunkt; afrita minnispunkt á annan dag; senda
minnispunkt með Bluetooth-tækni; eða senda minnispunkt sem texta-
eða margmiðlunarboð í dagbók annars samhæfs síma. Í Valkost. >
Stillingar er hægt að stilla tímabelti, dag- eða tímasetningarsnið,
dagbókartón, sjálfgefinn skjá og hvaða dagur kemur upp, auk þess
að stilla dagsetningu og tíma. Í Eyða minnispunktum sjálfvirkt er
hægt að stilla símann þannig að gömlum minnispunktum sé eytt eftir
tiltekinn tíma.