Nokia 8800 Sirocco Edition - Rafræn undirskrift

background image

Rafræn undirskrift

Þú getur búið til rafræna undirskrift með símanum ef SIM-kortið er
með öryggiseiningu. Rafræn undirskrift getur jafngilt því að maður
skrifi undir reikning, samning eða annað pappírsskjal.

Þegar nota á rafræna undirskrift er valinn tengill á síðu, t.d. titill bókar
sem á að kaupa og verð hennar. Textinn sem skrifa á undir, hugsanlega
upphæðin og dagsetning, birtist.

Athugaðu hvort texti haussins sé Lesa og að táknið fyrir rafræna
undirskrift

birtist.

Ef táknið fyrir rafræna undirskrift birtist ekki hefur öryggi brugðist
og þú ættir ekki að færa inn neinar persónulegar upplýsingar, eins
og PIN-undirskriftina þína.

Til að undirrita textann er hann allur lesinn og síðan skaltu velja Undirr..

Hugsanlega kemst textinn ekki fyrir á einum skjá. Því þarf að gæta
þess að skruna í gegnum hann allan og lesa hann áður en hann
er undirritaður.

Valið er notandavottorðið sem á að nota. Færðu inn PIN-undirskriftina
(sjá „Aðgangsnúmer” á bls. 10) og veldu Í lagi. Þá hverfur táknið fyrir
rafræna undirskrift og þjónustan birtir ef til vill staðfestingu á
innkaupum þínum.

background image

S I M - þ j ó n u s t a

91