
■ Hringt
1. Sláðu inn símanúmerið ásamt svæðisnúmerinu. Veldu Hreinsa til
að eyða röngum tölustaf.
Þegar hringt er milli landa er stutt tvisvar á
*
fyrir + táknið ( + táknið
kemur í stað aðgangsnúmers fyrir millilandasímtöl). Svo er valið
landsnúmer, svæðisnúmer og 0 fremst í því sleppt ef við á,
og símanúmer.
2. Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið.
3. Styddu á hætta-takkann eða renndu hlífinni upp til að leggja
á eða hætta við að hringja.
Hringt með því að nota nöfn
Um leit að nöfnum/símanúmerum sem hafa verið vistuð í Tengiliðir,
sjá „Leit að tengilið” á bls. 49. Styddu á hringitakkann til að hringja
í númerið.
Síðasta númer valið aftur
Styddu einu sinni á hringitakkann til að komast í listann yfir síðustu
20 númer sem hringt var í. Veldu númerið eða nafnið og styddu á
hringitakkann til að hringja í númerið.
■ Hraðval
Þú getur tengt símanúmer við hraðvalstakka 2 til 9. Sjá „Hraðval”
á bls. 52. Hringdu í númerið með því að nota aðra hvora aðferðina
hér á eftir:
• Styddu á hraðvalstakka og svo á hringitakkann.
• Ef Hraðval er stillt á Virkt skaltu halda hraðvalstakka inni þar til