Nokia 8800 Sirocco Edition - Raddstýrð hringing

background image

Raddstýrð hringing

Hægt er að hringja með því að segja nafnið sem er vistað í
tengiliðalista símans. Raddskipun er sjálfkrafa bætt við allar færslur
á tengiliðalista símans.

Raddmerki eru háð tungumáli. Upplýsingar um stillingar tungumála
er að finna í Tungumál raddspilunar í „Sími” á bls. 63.

Ef forrit er að nota pakkagagnatenginguna til að senda eða taka
á móti gögnum þarf fyrst að loka forritinu svoa ð hægt sé að hringja
með raddskipun.

1. Haltu hægri valtakkanum inni þegar síminn er í biðstöðu.

Stuttur tónn er spilaður og textinn Tala núna birtist á skjánum.

Ef þú notar samhæfð höfuðtól með höfuðtólatakka skaltu halda
takkanum inni til að hringja með raddstýringu.

2. Berðu raddskipunina skýrt fram. Ef raddskipunin tekst birtist listi

með þeim færslum sem passa við hana. Síminn spilar raddskipun
færslunnar sem er efst á listanum. Eftir um 1,5 sekúndur hringir
síminn í númerið. Ef ekki tókst að hringja með þessum hætti skaltu
velja sjálfur aðra færslu á listanum.

Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu
umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu
á raddstýrt val við allar aðstæður.

Raddskipanir sem notaðar eru í valmyndum símans virka eins og
raddstýrðar hringingar. Sjá „Raddskipanir” á bls. 57.