
6. Skilaboð
Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustu ef hún er studd
af símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
Til athugunar: Þegar boð eru send kann tækið að birta orðin Sendi
skilaboð. Þetta er merki um að skilaboðin hafi verið send úr tækinu
í þjónustuversnúmerið sem forritað er í tækið. Þetta er ekki sönnun
þess að skilaboðin hafi komist á áfangastað. Þjónustuveitan veitir
nánari upplýsingar um skilaboðaþjónustu.
Mikilvægt: Sýndu aðgát þegar boð eru opnuð. Skilaboð geta
innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið
á einhvern annan hátt.
Aðeins tæki með samsvarandi eiginleika geta móttekið og birt myndboð.
Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.