
Skilaboð send
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja
eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Þegar þú hefur slegið inn skilaboðin skaltu velja Senda eða styðja á
hringitakkann til að senda þau. Síminn vistar skilaboðin í Úthólf og
sending hefst. Ef þú velur Vista send skilaboð > Já eru skilaboðin

S k i l a b o ð
33
sem send voru vistuð í möppunni Sendir hlutir. Sjá „Almennar stillingar”
á bls. 45.
Til athugunar: Þegar síminn sendir skilaboð sést vísirinn
. Þetta er
merki um að skilaboðin hafi verið send úr tækinu í þjónustuversnúmerið
sem forritað er í tækið. Þetta er ekki sönnun þess að skilaboðin hafi
komist á áfangastað. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar
um skilaboðaþjónustu.
Tímafrekara er að senda margmiðlunarboð en textaskilaboð. Hægt er
að nota aðrar aðgerðir símans á meðan verið er að senda skilaboðin.
Ef sending skilaboðanna mistekst reynir síminn að senda þau aftur
nokkrum sinnum. Ef það skilar ekki árangri bíða skilaboðin áfram
í möppunni Úthólf. Hægt er að senda þau síðar.