
Almennar stillingar
Almennar stillingar eru þær sömu fyrir texta- og margmiðlunarboð.
Veldu Valm. > Skilaboð > Skilaboðastillingar > Almennar stillingar
og úr eftirtöldum valkostum:
Vista send skilaboð > Já — til að stilla símann þannig að hann visti
send skilaboð í möppunni Sendir hlutir.
Skrifa yfir í Sendum hlutum — til að velja hvort leyfilegt sé að skrifa
yfir skilaboð þegar búið er að senda þau og minnið er fullt.
Leturstærð — til að velja leturstærð skilaboða.
Grafískir broskarlar > Já — til að láta símann skipta brosköllum gerðum
úr táknum út fyrir teiknaða broskalla.