
Tölvupóstur
Stillingarnar hafa áhrif á það hvernig tölvupóstur er sendur, móttekinn
og skoðaður.
Hægt er að fá stillingarnar fyrir tölvupóstforritið sendar í skilaboðum.
Sjá „Stillingaþjónusta” á bls. 11. Stillingarnar má einnig færa inn
handvirkt. Sjá „Samskipan” á bls. 64.

S k i l a b o ð
48
Til að gera stillingar tölvupóstforritsins virkar skaltu velja
Valm. > Skilaboð > Skilaboðastillingar > Tölvupóstskeyti og
úr eftirtöldum valkostum:
Samskipun — til að velja knippið sem þú vilt virkja.
Áskrift — til að velja reikning sem þjónustuveitan lætur í té.
Mitt nafn — til að slá inn nafn þitt eða gælunafn.
Tölvupóstfang — til að slá inn tölvupóstfangið þitt.
Nota undirskrift — til að slá inn undirskrift sem er sjálfkrafa bætt inn
í lok tölvupósts sem þú sendir.
Tölvupóstfang móttakanda — til að slá inn tölvupóstfangið sem vilt
að svör verði send á.
SMTP notandanafn — til að slá inn heitið sem þú vilt nota fyrir
sendan tölvupóst.
SMTP lykilorð — til að slá inn lykilorðið sem nota á fyrir
sendan tölvupóst.
Sýna skjá endastöðvar > Já — til að gera handvirka sannvottun
á tengingum á innra neti.
Gerð miðlara fyrir móttekinn póst — til að velja annaðhvort POP3
eða IMAP4 eftir því hvaða gerð tölvupóstkerfis þú notar. Ef báðar
gerðirnar eru studdar skaltu velja IMAP4.
Stillingar móttekins pósts — til að velja valkosti sem eru í boði
fyrir POP3 eða IMAP4.

T e n g i l i ð i r
49