Nokia 8800 Sirocco Edition - Textaskilaboð og SMS-tölvupóstur

background image

Textaskilaboð og SMS-tölvupóstur

Textaskilaboðastillingarnar hafa áhrif á það hvernig skilaboð eru send,
móttekin og skoðuð.

background image

S k i l a b o ð

46

Veldu Valm. > Skilaboð > Skilaboðastillingar > Textaboð og úr
eftirtöldum valkostum:

Tilkynningar um skil > — til að láta símkerfið senda skilatilkynningar
yfir skilaboðin þín (sérþjónusta).

Skilaboðamiðstöðvar > Bæta við miðstöð — til að setja inn símanúmer
og nafn skilaboðamiðstöðvar sem krafist er til að geta sent textaboð. Þú
færð þetta númer hjá þjónustuveitunni. Þú getur skoðað upplýsingar um
skilaboðamiðstöðina ef þú velur miðstöð sem er vistuð á SIM-kortinu.

Skilaboðamiðstöð í notkun — til að velja þá skilaboðamiðstöð sem
nota skal.

Tölvupóstmiðstöðvar > Bæta við miðstöð — til að stilla símanúmer
og nöfn tölvupóstþjónustunnar sem veitir SMS-tölvupóstþjónustu.
Ef þú velur tölvupóstþjónustu sem vistuð er á SIM-kortinu er hægt
að skoða upplýsingarnar um það.

Tölvupóstmiðstöð í notkun — til að velja virka SMS-tölvupóstþjónustu.

Gildistími skilaboða — til að velja hversu lengi símkerfið reynir að koma
skilaboðum frá þér til skila.

Skilaboð send sem — til að velja sniðið á skilaboðunum sem á að senda:
Texta, Símboð eða Fax (sérþjónusta).

Nota pakkagögn > — til að velja pakkagögn sem helsta
SMS-flutningsmátann.

Leturstuðningur > Fullur — til að velja að allir stafirnir í sendum
skilaboðum birtist.

Svara í gegnum sömu miðstöð > — til að leyfa viðtakanda
skilaboðanna að senda þér svar í gegnum sömu skilaboðamiðstöð
(sérþjónusta).