Nokia 8800 Sirocco Edition - Spjall (IM)

background image

Spjall (IM)

Hægt er að ganga lengra í textaboðum með því að nýta sér spjall
(sérþjónusta) í þráðlausu umhverfi. Hægt er að koma á spjalli við vini
og fjölskyldu óháð farsímakerfinu eða kerfi (eins og internetinu)
sem þau nota svo framarlega sem sama spjallþjónustan er notuð.

Til að hægt sé að nota spjallþjónustuna verður fyrst að gerast áskrifandi
að þráðlausu textaskilaboðaþjónustunni og skrá spjallþjónustuna sem
nota skal. Einnig verður að fá notendanafn og lykilorð áður en hægt
er að nota spjallþjónustuna. Nánari upplýsingar er að finna í „Skráning í
spjallþjónustu” á bls. 39.

Það er háð bæði þjónustuveitunni sem veitir spjallþjónustuna og
þjónustuveitunni sem veitir þráðlausu þjónustuna hvort aðgangur
sé að öllum þeim aðgerðum sem lýst er í þessari handbók.

Hægt er að fá stillingarnar fyrir spjallþjónustuna sendar sem
stillingaboð. Sjá „Stillingaþjónusta” á bls 11. Stillingarnar má
einnig færa inn handvirkt. Sjá „Samskipan” á bls 64. Tákn og textar sem
birtast á skjánum kunna að vera mismunandi eftir spjallþjónustum.

Þegar tengingu hefur verið komið á við spjallþjónustu er hægt að nota
aðrar aðgerðir símans og spjallþjónustan er virk í bakgrunni. Spjallið
getur tæmt rafhlöðu símans hraðar en ella, eftir því hvert símkerfið er,
og því gæti þurft að tengja símann við hleðslutæki.