Lotur
Þegar tengingin við spjallþjónustuna er virk er hægt að sjá stöðu þína í
stöðulínunni: Staða: Tengd/ur, Staða: Upptek. eða Staða: Virð. óte. —
til að breyta eigin stöðu skaltu velja Breyta.
Fyrir neðan stöðulínuna eru þrjár möppur sem innihalda tengiliði þína
og sýna stöðu þeirra: Samtöl (...), Tengd/ur (...) og Ótengd/ur (...). Til að
stækka þessa möppu skaltu merkja hana og velja Víkka (eða skruna
til hægri), til að fella möppuna saman skaltu velja Fella (eða skruna
til hægri).
Samtöl — birtir lista yfir ný og lesin spjallskilaboð eða boð í spjall meðan
spjalllota er í gangi.
sýnir ný hópskilaboð.
sýnir lesin hópskilaboð.
sýnir ný spjallskilaboð.
sýnir lesin spjallskilaboð.
sýnir boð.
Tákn og textar sem birtast á skjánum kunna að vera mismunandi eftir
spjallþjónustum sem valdar hafa verið.
Tengd/ur (...) — sýnir fjölda tengiliða sem eru tengdir.
Ótengd/ur (...) — sýnir fjölda tengiliða sem eru ótengdir.
Til að hefja samtal skal stækka möppurnar Tengd/ur (...) eða Ótengd/ur
(...) og skruna að tengiliðnum sem þú vilt spjalla við og velja Spjall.
Til að svara boði eða skilaboðum skal stækka möppuna Samtöl, skruna
að tengiliðnum sem þú vilt spjalla við og velja Opna. Til að bæta við
tengiliðum, sjá „Spjalltengiliðum bætt við” á bls. 43.
Hópar > Almennir hópar (ekki sýnilegt ef símkerfið styður ekki hópa) —
listi birtist yfir bókamerki í almenna hópa sem þjónustuveitan lætur í té.
Til að hefja spjall við hóp skaltu skruna að hópnum og velja Þátttak..
Sláðu inn skjáheitið sem þú vilt nota sem gælunafn í samtalinu. Þegar
tengst hefur verið við hópinn geturðu hafið hópspjall. Hægt er að stofna
einkahóp. Sjá „Hópar” á bls. 43.
S k i l a b o ð
42
Leit > Notendur eða Hópar — til að leita að öðrum spjallnotendum
eða almennum hópum á símkerfinu eftir símanúmeri, skjánafni,
tölvupóstfangi eða nafni. Ef þú velur Hópar geturðu leitað að hóp
eftir meðlim í hópnum eða heiti hópsins, efni eða kenni.
Valkost. > Spjall eða Taka þátt í hópi — til að hefja spjall þegar þú hefur
fundið aðilann eða hópinn sem þú vilt spjalla við.