Nokia 8800 Sirocco Edition - Tölvupóstur

background image

Tölvupóstur

Tölvupósturinn notar pakkagagnatengingu (sérþjónusta) sem
gerir þér kleift að opna tölvupóstinn þinn. Þetta tölvupóstforrit er
ólíkt SMS--tölvupóstinum. Til að geta notað tölvupóstinn í símanum
þarftu samhæft tölvupóstkerfi.

Hægt er að skrifa, senda og lesa tölvupóst í símanum. Einnig er hægt
að vista tölvupóstinn á samhæfri tölvu og eyða honum. Síminn
styður POP3 og IMAP4-póstþjóna.

Áður en hægt er að senda og taka við tölvupósti þarftu að
gera eftirfarandi:

• Fá nýjan tölvupóstreikning eða nota reikning sem fyrir er.

Þjónustuveitan veitir upplýsingar um tölvupóstreikninginn.

• Athugaðu tölvupóststillingarnar hjá þjónustuveitunni eða þeim sem

veitir tölvupóstþjónustuna. Hægt er að fá tölvupóststillingarnar sem
stillingaboð frá þjónustuveitunni. Sjá „Stillingaþjónusta” á bls. 11.
Stillingarnar má einnig færa inn handvirkt. Sjá „Samskipan” á bls. 64.

Til að gera tölvupóststillingarnar virkar skaltu velja Valm. >
Skilaboð > Skilaboðastillingar > Tölvupóstskeyti. Sjá „Tölvupóstur”
á bls. 47.

Þetta forrit styður ekki takkaborðstóna.