
Tölvupóstur skrifaður og sendur
Þú getur skrifað tölvupóstinn áður en þú tengist tölvupóstþjónustunni
eða tengst þjónustunni fyrst og skrifað síðan tölvupóstinn og sent hann.
1. Veldu Valm. > Skilaboð > Tölvupóstur > Skrifa nýjan póst.
2. Ef fleiri en einn tölvupóstreikningur eru skilgreindir skaltu velja
þann reikning sem þú vilt senda tölvupóstinn frá.
3. Sláðu inn tölvupóstfang viðtakanda.
4. Skrifaðu titilinn á tölvupóstinum.
5. Skrifaðu tölvupóstinn. Sjá „Texti skrifaður” á bls. 26.
Til að hengja skrá við tölvupóstinn skaltu velja Valkostir >
Hengja við skrá og svo skrána úr Gallerí.
6. Til að senda tölvupóstinn strax skaltu velja Senda > Senda núna.
Til að vista tölvupóstinn í Úthólf og senda hann seinna skaltu velja
Senda > Senda síðar.
Til að breyta eða halda áfram að skrifa tölvupóstinn seinna skal
velja Valkostir > Vista sem drög. Tölvupósturinn er vistaður
í Úthólf > Drög.
Til að senda tölvupóstinn seinna skaltu velja Valm. > Skilaboð >
Tölvupóstur > Valkostir > Senda núna eða Senda/sækja póst.