Nokia 8800 Sirocco Edition - Skilaboð skrifuð og send

background image

Skilaboð skrifuð og send

1. Veldu Valm. > Skilaboð > Búa til skilaboð > Textaboð.

2. Sláðu inn númer viðtakanda í Til: -reitinn. Til að sækja símanúmer

í Tengiliðir skaltu velja Bæta v. > Tengiliður. Ef senda á skilaboð
til margra viðtakenda skal bæta einum við af öðrum. Skrunaðu
til hægri til að bæta nýjum tengiliðum handvirkt í Til: -reitinn.
Til að senda skilaboðin til hóps af fólki skaltu velja Tengiliðahópur
og svo tiltekinn hóp. Til að sækja þá tengiliði sem nýlega hafa
fengið skilaboð frá þér skaltu velja Bæta v. > Notaðir nýlega.
Til að sækja tengiliðina úr hringiskránni skaltu velja Bæta v. >
Opna notkunarskrá.

Til að senda textaskilaboð á netfang skaltu slá það inn í Til: -reitinn.

3. Skrunaðu niður og sláðu skilaboðin inn í Skilaboð: -reitinn. Sjá „Texti

skrifaður” á bls. 26.

Til að setja sniðmát inn í skilaboð skaltu velja Valkost. >
Nota skjalasnið.

4. Veldu Senda til að senda skilaboðin eða styddu á hringitakkann.

Sjá „Skilaboð send” á bls. 32.