
Stillingar í biðham
Veldu Valm. > Stillingar > Skjástillingar > Stillingar biðskjás og úr
eftirfarandi valkostum:
Veggfóður — til að stilla símann þannig að hann birti mynd eða skyggnu
sem veggfóður þegar síminn er í biðham. Veldu Veggfóður > Mynd
eða Skyggnuknippi, skrunaðu að möppunni sem inniheldur myndina
eða skyggnuna sem á að nota og veldu myndina eða skyggnuna sem
á að nota.
Leturlitur biðstöðu — til að velja lit á letri sem birtist á skjánum
í biðham.
Skjátákn símafyrirtækis — til að ákveða hvort síminn birti eða feli
tákn símafyrirtækisins.
Upplýsingar um endurvarpa > Virkt — til að fá upplýsingar
frá símafyrirtækinu sem eru háðar endurvarpanum sem er
notaður (sérþjónusta).
Til að sækja meira myndefni skaltu velja Valm. > Stillingar >
Skjástillingar > Stillingar biðskjás > Veggfóður > Hlaða niður grafík.