
Þráðlaus Bluetooth-tenging
Veldu Valm. > Stillingar > Tengimöguleikar > Bluetooth. Veldu
Virkt tæki til að kanna hvaða Bluetooth-tenging er virk þá stundina.
Til að skoða lista yfir Bluetooth-tæki sem eru pöruð við símann skaltu
velja Pöruð tæki.
Veldu Valkost. til að fá aðgang að einhverjum af eftirfarandi aðgerðum,
allt eftir stöðu tækisins og Bluetooth-tengingarinnar. Veldu Gefa
stuttnefni eða Tengja sjálfvirkt án staðfestingar > Já til að láta símann
tengjast sjálfkrafa við Bluetooth-tæki sem hann er paraður við.