Nokia 8800 Sirocco Edition - Flutningur og samstilling gagna

background image

Flutningur og samstilling gagna

Hægt er að samstilla gögn í dagbók, minnispunktum og tengiliðum
við annað samhæft tæki (t.d. farsíma), samhæfa tölvu eða ytri
internetmiðlara (sérþjónusta).

Félagalisti
Til að afrita eða samstilla gögn úr símanum þurfa heiti tækisins
sem samstillt er við og stillingar þess að vera á félagalista í
flutningstengiliðum. Ef þú tekur á móti gögnum úr öðru tæki,
t.d. samhæfum farsíma, er það sjálfkrafa skráð sem félagi á listanum,
eftir tengiliðaupplýsingum þess. Samst. miðlara og Samstilling tölvu
eru sjálfgefnir hlutir á listanum.

Til að bæta nýjum félaga á listann, t.d. nýju tæki, skaltu velja Valm. >
Stillingar > Tengimöguleikar > Gagnaflutningur > Valkost. >
Bæta við fl.tengil. > Samstilling síma eða Afritun síma og slá inn
stillingarnar í samræmi við tegund flutningsins.

Til að breyta stillingum afritunar og samstillingar skaltu velja tengilið
úr félagalistanum og velja svo Valkost. > Breyta.

Til að eyða völdum félaga skaltu velja Valkost. > Eyða.