
Pakkagögn
EGPRS-pakkagögn (Enhanced General Packet Radio Service) er
sérþjónusta sem gerir kleift að nota farsíma við að senda og taka á móti
gögnum um símkerfi sem byggt er á internetsamskiptareglum (IP).
Þannig er hægt að fá þráðlausa tengingu við gagnakerfi eins
og internetið.
Pakkagögn eru notuð í MMS, myndbandsstreymi, vefskoðun, tölvupósti,
fjartengdu SyncML, niðurhali Java-forrita og PC-upphringingu.
Til að tilgreina hvernig nota á þjónustuna skaltu velja Valm. >
Stillingar > Tengimöguleikar > Pakkagögn > Pakkagagnatenging
og úr eftirfarandi valkostum:
Þegar þörf er — til að koma á pakkagagnatengingu þegar forrit þarf
á því að halda. Tengingin verður rofin þegar forritinu er lokað.
Sítenging — til að koma sjálfvirkt á pakkagagnatengingu þegar kveikt
er á símanum.
eða sýnir að GPRS- eða EGPRS-þjónusta sé tiltæk.
Ef þú færð símtal eða textaskilaboð, eða hringir úr símanum meðan
á pakkagagnatengingu stendur, sýnir
eða
að GPRS- eða
EGPRS-tenging hafi verið sett í bið.
Mótaldsstillingar
Hægt er að tengja símann með þráðlausri Bluetooth-tengingu við
samhæfa tölvu og nota símann sem mótald til að tengjast (E)GPRS
úr tölvunni.
Til að tilgreina stillingar fyrir tengingu úr tölvu skaltu velja Valm. >
Stillingar > Tengimöguleikar > Pakkagögn > Stillingar pakkagagna >
Virkur aðgangsstaður, gera aðgangstaðinn sem þú vilt nota virkan
og velja Breyta virkum aðgangsstað. Veldu Heiti á aðgangsstað
og sláðu inn gælunafn fyrir þann aðgangsstað sem er valinn. Veldu
Aðgangsstaður pakkagagna og sláðu inn heiti aðgangsstaðarins til
að koma á tengingu við pakkagagnakerfi.
Einnig er hægt að breyta stillingum innhringiþjónustu (heiti
aðgangsstaðar) á tölvu með Nokia Modem Options-hugbúnaðinum.
Sjá „PC Suite” á bls. 92. Ef stillingarnar eru tilbúnar bæði í tölvunni
og símanum eru tölvustillingarnar notaðar.

S t i l l i n g a r
61