
Uppsetning Bluetooth-tengingar
Veldu Valm. > Stillingar > Tengimöguleikar > Bluetooth. Veldu úr
eftirfarandi valkostum:
Bluetooth > Kveikja eða Slökkva — til að gera Bluetooth-tengingu
virka eða óvirka.
sýnir að Bluetooth-tenging er virk.
Leita að aukahlutum fyrir hljóð — til að leita að samhæfum
Bluetooth-hljóðtækjum. Veldu tækið sem á að tengja við símann.
Pöruð tæki — til að leita að öllum Bluetooth-tækjum í færi. Veldu Nýtt
til að fá lista yfir Bluetooth-tæki í færi. Skrunaðu að tæki og veldu Para.
Færðu inn Bluetooth-lykilorð tækisins til að para tækið við símann. Það
þarf aðeins að gefa upp þetta lykilorð þegar tengst er við tækið í fyrsta
sinn. Síminn tengist tækinu og hægt er að hefja gagnaflutning.